Leturstærð
Increase Font Size Reset Font Size Decrease Font Size
Slideshow Image 1
Slideshow Image 2
Slideshow Image 3
Slideshow Image 4
Slideshow Image 5
Slideshow Image 6
Slideshow Image 7

Efnilegasta Silungaflugan - úrslit

Það er árviss viðburður að kynna á lokakvöldi vetrarstarfs þær flugur sem sendar eru inn í keppnina "Efnilegasta Silungaflugan" innan SVH.

Eins og sjá má þá eru þetta glæsilegar flugur.

Í fyrsta sæti er "B.O." Hönnuð af Loga Má Kvaran, í 2. sæti var þurrfluga eftir Vignir B. Árnason og heitir "U.M.1." og í 3 sæti er svo "Lóinn" einnig eftir Loga Má Kvaran.

 

 

 

Bröndubikarinn

Vinningshafi Bröndubikarsins 2015 er Kristófer Máni.

 

Fræðsla frá Veiðimálastofnun

Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun kom og var með fræðslufund á opnu húsi fyrir félagana í SVH.

Afar góð mæting var og stóð fundurinn langt fram eftir kvöldi vegna mikils áhuga og fjölda spurninga frá félagsmönnum.

Þökkum við Guðna fyrir skemmtilega kvöldstund.

 

Frá hreinsunarhelgi við Hlíðarvatn

Um s.l. helgi var opnun Hlíðarvatns undirbúin með viðhaldi á veiðihúsi og hreinsun umhverfis.

Hópur félagsmanna mætti í fallegu en nokkuð köldu veðri.  Verður að segjast að kjötsúpan kom sér óvenju vel að þessu sinni.

 

Sýnikennsla í að grafa bleikju

Ævar Ágústsson sýndi á opnu húsi hvernig hann grefur bleikju.

Góð mæting var og gaman að fá að smakka.

 
Leita á vef SVH
Auglýsingar
www.leyfi.is
Þú færð veiðileyfin þín á www.leyfi.is